Opnunartími bókasafns um jól og áramót

skrifað 20. des 2013
2013 jólakort2013 jólakort

Flestir vilja fá eitthvað skemmtilegt að lesa yfir hátíðirnar. Nýjustu bækurnar stoppa stutt við í hillunum en við munum tína fram skemmtilegar bækur frá síðustu árum fyrir þá sem ekki ná í nýja bók. Skemmtileg bók er nefnilega alltaf skemmtileg þótt hún sé ekki alve ný.

Svona verður safnið opið yfir hátíðirnar:

Laugardaginn 21. des. opið kl. 11-14. Mánudaginn 23. des., Þorláksmessu, opið kl. 13-18:30. Þriðjudaginn 24. des., aðfangadag, opið kl. 10-12. Föstudaginn 27. des. opið kl. 13-18:30. Laugardaginn 28. des. opið kl. 11-14. Mánudaginn 30. des. opið kl. 13-18:30 Þriðjudaginn 31. des., gamlársdag, opið kl. 10-12. Mánudaginn 2. janúar 2014 opið kl. 16-18:30 Og síðan er venjulegur opnunartími, mánudaga til föstudaga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.