Íþróttagólf lagt í Hamarshöllinni

skrifað 01. okt 2012
Stund milli stríða. Stund milli stríða.

Unnið er nú af fullum krafti að lagningu íþróttagólfsins í Hamarshöllinni. Vonast er til að hægt verði að taka höllina í notkun í nóvember byrjun ef allt gengur eins og áætlað er.
Það er ljóst að margir bíða með mikilli eftirvæntingu eftir því að geta stundað íþróttir í nýja húsinu og ekki síst bíða knattspyrnumenn með óþreyju núna þegar farið er að kólna og vetur konungur er farinn að minna á sig.

Það er fyrirtækið Sporttækni hér í Hveragerði sem var lægstbjóðandi í gæði gervigras og gólfið og er hópur manna frá þeim nú að störfum í höllinni svo allt gangi nú hratt og vel fyrir sig.

Íþróttagólfið verður með því besta sem þekkist á landinu.