Holur í Hverahlíð blása

skrifað 28. feb 2019
byrjar 28. feb 2019
 

Eftirfarandi er tilkynning frá ON - orku náttúrunnar.

Bilun varð í gufuveitu Hverahlíðar í dag og nú blæs gufumökkur úr lögn uppvið skiljustöðina í Hverahlíð. Mun þessi gufumökkur halda áfram þar til viðgerð er lokið. Viðgerð hefst í fyrramálið, en til að lagfæra bilunina þarf að taka út 3 holur og setja þær í blástur. Töluverður hávaði er nú í Hverahlíð og mun hann halda áfram á morgun þar til viðgerð er lokið og búið er að setja holurnar aftur inná veitu.