Hjálparsveit skáta 40 ára

skrifað 10. nóv 2015
Sveinn Sigurjónsson og Sigurbjörn Tómasson eru stofnfélagar Hjálparsveitar skáta í Hveragerði. Sveinn Sigurjónsson og Sigurbjörn Tómasson eru stofnfélagar Hjálparsveitar skáta í Hveragerði.

Félagar í Hjálparsveit skáta í Hveragerði héldu hátíðlegt 40 ára afmæli sveitarinnar nú nýverið. Fjöldi gesta mætti til að samfagna með félagsmönnum enda nýtur sveitin mikillar velvildar á meðal bæjarbúa.

Félagar í Hjálparsveit skáta í Hveragerði héldu hátíðlegt 40 ára afmæli sveitarinnar nú nýverið. Fjöldi gesta mætti til að samfagna með félagsmönnum enda nýtur sveitin mikillar velvildar á meðal bæjarbúa.

Til sýnis var ný Toyota Hilux björgunarbifreið sem hjálparsveitin var að festa kaup á og var greinilegt að tilkoma hennar mun breyta miklu í þeim fjölmörgu verkefnum sem sveitin sinnir og mun nýi bíllinn styrkja bílaflota sveitarinnar til muna.

Sveinn B Sigurjónsson hlaut af þessu tilefni heiðursmerki Landsbjargar, en hann hlýtur það fyrir störf sín með Hjálparsveitinni. Sveinn er stofnfélagi í sveitinni og hefur sinnt sínu óeigingjarna starfi núna í 40 ár, og er hvergi nærri hættur.

Hveragerðisbær óskar félagsmönnum Hjálparsveitar skáta í Hveragerði innilega til hamingju með afmælið og þakkar um leið áratuga samleið og stuðning félagsmanna við bæjarbúa.

Aldís Hafsteinsdóttir.. Bæjarstjóri

Gestum var boðið í glæsilegt kaffi. Eyjólfur Sveinn er þriðja kynslóð hjálparsveitarmanna í Hveragerði og mun án vafa láta til sín taka þegar fram líða stundir. Fjöldi gesta mætti í afmælið.Í húsnæði Hjálparsveitarinnar hefur nú verið innréttað milliloft sem nýtist vel sem geymsla.