Hamarshöllin blásin upp

skrifað 07. júl 2012

Hamarshöllin blásin upp í dag kl. 11:30 EF áfram helst logn í dalnum.

Þar sem svo margir hafa óskað eftir upplýsingum um hvenær loftborna íþróttahúsið yrði blásið upp hér í Hveragerði þá er rétt að láta nú þegar vita að það mun gerast núna á eftir eða í dag laugardag kl. 11:30. Það mun taka 1-2 klst að húsið fyllist af lofti og standi þá uppi í fullri hæð rétt tæplega 15 m lofthæð í mæni og 5.120 m2. Inni er þegar kominn hálfur gervigrasvöllur en fyrirhugað er að setja fullkomið íþróttagólf á 1000 m2 sem nýtast mun til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar.

Rétt er að geta þess að húsið verður ekki blásið upp nema að logn sé á svæðinu og þannig eru aðstæður í augnablikinu. Ef aftur á móti skyndilega bætir í vind verður þessu frestað þar til betur viðrar.