Grunnskólabörn bera út jákvæðni

skrifað 06. nóv 2015
Glæsilegur hópur færði jákvæð skilaboð á bæjarskrifstofuna.Glæsilegur hópur færði jákvæð skilaboð á bæjarskrifstofuna.

Jákvæð skilaboð frá börnum í Grunnskólanum í Hveragerði hanga nú vítt og breitt í fyrirtækjum og stofnunum hér í bæ. Hingað á bæjarskrifstofuna komu börn úr 4. og 8 bekk og færðu okkur þessu fallegu skilaboð sem nú prýða afgreiðslu skrifstofunnar. Er verkefni sem þetta jákvætt og skemmtilegt og börnunum til sérstaks sóma.

Eftirfarandi texti er af heimasíðu grunnskólans: Vinabekkir skólans hafa verið að vinna saman í vikunni að verkefni í tengslum við baráttudag gegn einelti sem verður nú á sunnudaginn. Vinabekkirnir hittust reglulega og unnu kort sem innihéldu fallegar kveðjur um vináttu. Í dag fóru svo vinabekkirnir saman og dreifðu kortunum í fyrirtæki og stofnanir í bænum. Einnig fóru allir nemendur heim með jákvæð skilaboð.

Nemendur og starfsfólk mætti grænklætt í vinnuna í dag í tilefni dagsins og meira að segja mjólkin og kotasælan var græn í hádeginu sem vakti mikla kátínu hjá öllum í húsinu.

Kennararnir Sigurbjörg og Sigríður ásamt ungum aðstoðarmanni.