Gleðilega Blómstrandi daga

skrifað 17. ágú 2012
Blómabærinn skartar sínu fegrusta.Blómabærinn skartar sínu fegrusta.

Nú er dagskrá Blómstrandi daga að komast í fullan gang og íbúar að leggja lokahönd á skreytingar í bænum sem óumdeilanlega skartar sínu fegursta þessa dagana. Veðrið virðist ætla að leika við okkur svo allt leggst á eitt til að bæjarhátíðin okkar Blómstrandi dagar megi takst sem best. Það er full ástæða til að hvetja íbúa og gesti til að fylgjast vel með og taka þátt í þeim fjölmörgu viðburðum sem skipulagðir hafa verið um helgina. Það ættu allir að finna ýmislegt við sitt hæfi. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér

Um helgina verða upplýsinga og myndir settar inná Facebook síðu Hveragerðisbæjar

Hvetjum alla til að "læka" Hveragerði á facebook svo tilkynningar og myndir fari nú ekki framhjá neinum.

Með bestu óskum um skemmtilega og góða helgi.

Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri