Fossflöt - breyting á aðalskipulagi

skrifað 16. des 2013
Lystigarðurinn Fossflöt er vinsæll til útivistar. Lystigarðurinn Fossflöt er vinsæll til útivistar.

Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti þann 12. desember 2013, tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin lítur að landnotkun Fossflatar við Reykjafoss og felur í sér að heimilt að byggja þar allt að 80 m2 veitinga- og þjónustuhús.

Auglýsing

Lystigarðurinn Fossflöt Hveragerði

Óveruleg breyting á "Aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017"

Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti þann 12. desember 2013, tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin lítur að landnotkun Fossflatar við Reykjafoss og felur í sér að heimilt að byggja þar allt að 80 m2 veitinga- og þjónustuhús til að auka við útivistargildi og nýtingu Fossaflatar, íbúum og gestum Hveragerðis til hagsbóta og yndisauka.

Upplýsingar um aðalskipulagsbreytinguna er að finna á heimasíðu Hveragerðisbæjar. www.hveragerdi.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Bæjarstjórinn í Hveragerði