Edenreitur, deiliskipulagslýsing
Bæjarstjórn hefur samþykkt að samhliða heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis verði Ask arkitektum ehf. falið að gera deiliskipulag fyrir svokallaðan Edenreit með það í huga að á Edenlóðinni megi rísa þétt íbúðarbyggð fyrir minni íbúðir með möguleika á verslunar og þjónustustarfssemi á neðri hæð næst Austurmörk.
Edenreiturinn er um 4,3 ha. að flatarmáli og afmarkast af Austurmörk, Reykjamörk, Þelamörk og Grænumörk. Reiturinn er nú að mestu leyti uppbyggður. Meðfram Grænumörk og Þelamörk eru íbúðarlóðir ef frá er talin Garðplöntusalan Borg. Við Austurmörk er Listaskálinn og samkomuhús Leikfélags Hveragerðis . Gert er ráð fyrir því að núverandi hús á reitnum standi áfram en settir verði byggingarreitir inn á lóðirnar sem heimili viðbyggingar við húsin sem þar standa.
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar Hveragerðisbæjar sem haldinn var þann 6. desember sl. var lögð fram lýsing á deiliskipulagsverkefninu í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, Lýsingin er gerð af Ask arkitektum dagsett í desember 2016. Á fundinum lagði nefndin til við bæjarstjórn að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar um lýsinguna og hún kynnt almenningi í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkti ofangreinda tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar þann 8. desember sl.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
fleiri fréttir
-
20. apr 2018Umhverfisverðlaunin til nemenda 7. bekkjar
-
17. apr 2018Auka græn tunna ókeypis út árið ef þarf
-
17. apr 2018Sumri fagnað í blómabænum
-
27. mar 2018Suðurlandsmeistarar í skák
-
26. mar 2018Páskar í Hveragerði
-
20. mar 2018Handverk og hugvit með tryggt húsnæði
-
14. mar 2018Smásögur Kiefer og Freydísar verðlaunaðar
-
07. mar 2018Nýjar og endurbættar stefnur samþykktar
-
20. feb 2018Bungubrekka skal húsið heita
-
11. feb 2018Hveragerði í hópi bestu sveitarfélaga