Afsláttur námsmanna í Strætó

skrifað 22. ágú 2012
Strætó flytur farþega hratt og vel á milli staða. Strætó flytur farþega hratt og vel á milli staða.

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var samþykkt að veita nemendum sem lögheimili eiga hér í bæ en stunda fullt nám á framhaldsskóla- eða háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu, 15% afslátt af 3 og 9 mánaða persónubundnum íbúakortum gegn framvísun gilds skólaskírteinis og kvittunar fyrir kaupum á umræddu korti.

Nemendur og forráðamenn þeirra eru hvattir til að nýta sér Strætó en með afslættinum sem námsmönnum stendur nú til boða er sá samgöngumáti enn hagstæðari en áður.

Afslátturinn er greiddur út af starfsmönnum bæjarskrifstofu.