Upplýsingaskilti um náttúru og öryggismál í Reykjadal sem sett var upp við Rjúpnabrekkur var afhjúpað þann 23. júní sl.
Annað skilti verður síðan sett upp við Brúnkollubletti á Ölkelduhálsi. Þetta eru skilti með merktri gönguleið og upplýsingum um jarðfræði, náttúrufar og öryggismál á svæðinu. Einnig er þar að finna tilmæli til gesta að ganga vel um dalinn og setja vernd þessa viðkvæma svæðis ávallt í fyrsta sæti.
Skiltið er unnið af Landvernd í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Ferðafélag Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu,...