Heimsmeistarinn í Töfrabrögðum heimsækir Hveragerði

skrifað 30. maí 2017
byrjar 02. jún 2017
 
Smellið á mynd til að stækkaSmellið á mynd til að stækka

Föstudaginn 2. júní nk. kl. 19:30, mun heimsmeistarinn í töfrabrögðum, Shin Lim stíga á svið í húsnæði Leikfélagsins ásamt töframönnunum Einari Mikael, Daníel Erni og John Tómasi.

,,Shin Lim er á leiðinni til Íslands með sýningu sem verður í Hörpunni og í Hofinu á Akureyri núna í júní en hann varð heillaður af landi og þjóð eftir að hafa séð myndbandið sem Justin Bieber tók þegar hann var hér.

Það styttist í það að hann fari á samning í Las Vegas svo þetta er síðasta tækifæri fyrir okkur að sjá hann til að setja þetta í samhengi við tónlistariðnaðinn þá er þetta svipað eins og U2/Bono væru að heimsækja Ísland."

Hér má sjá stórkostlegan spilagaldur um Ísland og myndband þar sem Shin Lim platar tvo frægustu töframenn í heimi.

Óhætt er að segja að hér sé mjög áhugaverður viðburður á ferð og því um að gera að nýta tækifærið og kíkja á sýninguna.

Leikhúsinu föstudaginn 2 júní kl. 19:30.
Lengd: 90 mínútur (með hléi)
Miðaverð: 3.000 kr. (Miðar seldir við dyrnar, húsið opnar kl. 18:30)
Facebook síða Einars Mikaels