Fræsingar á Suðurlandsvegi

skrifað 26. maí 2017
byrjar 29. maí 2017
 

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka, ef veður leyfir:

Mánudagskvöld 29.maí er stefnt að því að fræsa hringtorg á Suðurlandsvegi við Hveragerði. Hringtorginu verður ekki lokað en umferð verður stýrt í gegn og má búast við lítilsháttar umferðartöfum. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.17. Athugið að í lokunarplani er gert ráð fyrir lokun sem á við um malbikun sem er ekki tilfellið.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 19:00 til kl. 22:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.