Blóm í bæ 2015

skrifað 24. jún 2015
byrjar 26. jún 2015
 
Blóm í bæ 2015Blóm í bæ 2015

Helgina 26. - 28. júní 2015 verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í sjötta og þemað að þessu sinni er „Flower power“.

Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.
Þemað í ár er „Flower power“ og því mun hippatímabilið, blómabörnin, ást & friður vera hér allsráðandi og munu blómaskreytar töfra fram skrautlegar skreytingar í þeim anda.

Sýningarsvæðið er aðeins í 30 mín. fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og verður fjöldinn allur af ýmsum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri.

Dagskrá sýningarinnar má sjá hér!

Við minnum einnig bæjarbúa á Blómakrukkukeppnina og Blómlegustu bollakökuna, en það verða veglegir vinningar í boði m.a. kaffivél að andvirði 40.000 kr. og matarkarfa svo eitthvað sé nefnt.
Image

Setning sýningarinnar verður föstudaginn 26. júní kl. 16:00.