Sýningarlok - MYNDIN AF ÞINGVÖLLUM

skrifað 18. ágú 2011
Einar Garibaldi með sýningarstjóraspjall á lokadegi
sunnudaginn 21. ágúst kl. 15:00

Nú er komið að lokum fjölsóttustu sýningar hingað til í Listasfni Árnesinga þar sem tilraun er gerð þess að veita yfirsýn á þær fjölbreyttu birtingarmyndir sem Þingvellir hafa í íslenskri myndlist sem og hönnun, kortagerð, ljósmyndun, ferðabókum og fjölmiðlun samtímans.

Listasafn Árnesinga býður alla velkomna þar sem einn þekktasti staður sýslunnar er til skoðunar og tækifæri gefst að ræða við sýningarstjórann og fræðast betur um sýninguna.

Aðgangur ókeypis.