Bærinn skreyttur fyrir Blóm í bæ.

skrifað 08. ágú 2011
Hveragerðisbæ hefur verið skipt upp í litahverfi og hafa bæjarbúar tekið virkan þátt í bæjarhátíðinni með þvíað skreyta sitt hverfi og sinn garð.
Litir hverfanna verða þeir sömu og í fyrra. Bleika og græna hverfið, rauða og gula hverfið og bláa og appelsínugula hverfið.

Verðlaun verða veitt fyrir fallegustu, frumlegustu og mestu skreytingarnar við brekkusönginn á Fossflöt 13. ágúst.