Leikur á Listasafni Árnesinga á íslenska safnadeginum 10. júlí.

skrifað 08. júl 2011

Verið velkomin að taka þátt í leik á Listasafni Árnesinga, íslenska safnadaginn 10. júlí 2011 Slagorð dagsins er FYRIR FJÖLSKYLDUNA Til þess að vekja athygli á fjölbreyttri starfsemi safnanna í landinu hefur annar sunnudagur í júlí verið tileinkaður þeim og áherslan er jafnan á söfnin sem vænlegan áfangastað fyrir fjölskylduna. Listasafn Árnesinga er þáttakandi í Íslenska safnadeginum líkt og undanfarin ár og býður fjölskyldum og vinum í léttan leik sem felst í því að velta fyrir sér spurningum um núverandi sýningu sem ber heitið MYNDIN AF ÞINGVÖLLUM.