Kristín G. Lárusdóttir sýnir í Eden

skrifað 30. jún 2011

Kristín G. Lárusdóttir hefur opnað myndlistarsýningu í Eden Hveragerði. Sýningin verður opin frá 27. júní til 10. júlí 2011. Allar myndirnar á sýningunni er málaðar með olíu á striga. Kirstín er fædd 20. maí 1940. Hún nam á yngri árum við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og naut handleiðslu Valgerðar Briem myndlistamanns og kennara. Hún efur á síðustu ellefu árum sótt námskeið við Myndlistaskóla Kópavogs. Sýningin í Eden er fyrsta einkasýning Kirstínar. Samsýningar: Nokkrar sýningar nemenda á vorönnum við Myndlistaskóla Kópavogs Skólasýning Myndlistaskóla Kópavogs í Gerðasafni vorið 2008 Samsýning Félags frístundamálara í Hugmyndahúsi háskólanna í febrúar 2010 Samsýning Myndlistaskóla Kópavogs 4.-10. maí 2010 Samsýning Myndlistaskóla Kópavogs í maí 2011