English Conversation Class í bókasafninu

skrifað 31. jan 2011
Marjorie Clarke frá Kanada býður upp á samræðunámskeið á ensku, eða kaffispjall á ensku, á fimmtudögum 3. febrúar - 3. mars, fimm skipti alls. Námskeiðin standa frá kl. 17-18. Marjorie leggur til námsgögn og umræðuefni og leiðbeinir eftir þörfum. Hún hefur haldið svipuð námskeið fyrir innflytjendur í Kanada. Ekkert námskeiðsgjald.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið, en miðað er við að ekki séu fleiri þátttakendur en tíu.

Skráning og upplýsingar í síma 483-4531 kl. 13-19.