Óskar Péturs. og Örn Árna með söngskemmtun á uppstigningardag

skrifað 19. maí 2009

**YFIRLIÐSBRÆÐUR**

Óskar Pétursson, Örn Árnason og Jónas Þórir


Flytja söng- og gamanmál í

Hveragerðiskirku næstkomandi fimmtudag (uppstigningardag) kl. 17

Þá munu hinir landsþekktu skemmtikraftar Óskar Pétursson (oftast kenndur við Álftagerði) og Örn Árnason (oftast kenndur við Spaugstofuna), ásamt Jónasi Þóri (oftast kenndur við píanó) stíga á stokk og ausa úr gleðiskálum sínum yfir Hvergerðinga og aðra gesti. Samstarf þessara manna er ekki nýtt af nálinni en þeir hafa komið fram áður þó ekki undir nafninu YFIRLIÐSBRÆÐUR.

Söng og grínskemmtun þessi er hluti langri tónleikaröð þeirra félaga á landsvísu en þar fylgja þeir eftir geisladiski þar sem þeir syngja lög eftir Everly Brothers. Hafa þeir félagar samið íslenska texta við þessi lög og eru textarnir einir og sér alveg frábærir.

Nafnið YFIRLIÐSBRÆÐUR er klár og bein tilvísun í Everly Brothers og einnig má það koma fram að þeir félagar leggja þá meiningu í orðið að margar miðaldra konur falli hreinlega í yfirlið þegar þeir stíga á svið. En það er þó ekki vitað en eitt er víst að þessi skemmtun á eftir að kitla hláturtaugarnar og síðast en ekki síst á söngur þeirra eftir að ylja okkur um hjartarætur. Það er því algjör skyldumæting á þessa söng og grínskemmtun.


Körfuknattleiksdeild Hamars í Hveragerði