Umhverfisvikan er hafin

skrifað 18. maí 2009

Móttaka garðaúrgangs á gámastöð er gjaldfrjáls í maí.
Hin árlega umhverfisvika verður dagana 18.-22.maí og munu starfsmenn Hveragerðisbæjar þá fara um bæinn og hirða upp svarta plastpoka með garðaúrgangi. Setja verður pokana utan við lóðarmörk, án þess þó að hindra gangandi umferð. Garðeigendur eru sérstaklega hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.
Fyrirtæki eru sérstaklega hvött til þess að taka til hendinni á lóðum sínum, enda verður mikið um ferðamenn í bænum í sumar m.a. vegna garðyrkjusýningarinnar 26.-28. júní. Vanti aðstoð eða ráðleggingar skal hafa samband við Árna í síma 660-3901 eða Elfu í síma 660-3908.