Golf: Nýr framkvæmdastjóri og opnun vallar

skrifað 13. maí 2009

Golfklúbbur Hveragerðis hefur ráðið Þuríði Gísladóttur viðskiptafræðing í starf framkvæmdastjóra. Þuríður, sem hefur setið í stjórn klúbbsins sem gjaldkeri frá árinu 2007, hefur víðtæka reynslu af rekstri ýmiskonar. Með ráðningunni vill stjórnin efla starfsemi klúbbsins enn frekar. Við klúbbinn starfa auk Þuríðar, Hafsteinn E Hafsteinsson vallarstjóri, Gunnar Marel Einarsson vallarstarfsmaður, Freydís Þrastardóttir og Íris Alma Össurardóttir í skála. Völlurinn kemur vel undan vetri og var hann opnaður sunnudaginn 10.maí sl. Gufudalsvöllur er fyrsti völlurinn í ABC mótaröðinni [www.golf18.is][1] sem fer fram í fyrsta skiptið nú í ár, af því tilefni er 20% afsláttur af vallargjöldum í maí og renna 100 kr. af hverjum spiluðum 18 holum til ABC barnahjálpar.
Þuríður Gísladóttir framkvæmdastjóri GHG
[1]: http://www.golf18.is/