Leikhópurinn Fantasíuheimur sýnir Vaknaðu!

skrifað 07. maí 2009
Leikhópurinn Fantasíuheimar frumsýndi á dögunum spunaleikverkið Vaknaðu! Söguþráður verksins er spunnin af leikurum út frá hugmynd leikstjórans Halldóru Rutar Bjarnadóttur. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og hefur sýningin hlotið gríðarlega góðar viðtökur áhorfenda. Þetta er önnur sýning Fantasíuheima í vetur en fyrir jól sýndi hópurinn Eldgosaástir. Blóð, sviti, tár og ómæld vinna hefur verið lögð í leikstarfið í vetur og ber að hrósa umsjón og leikstjórn Halldóru Rutar. Einnig vill skólinn þakka Sævari Loga Ólafssyni fyrir tækniaðstoð. Síðast en ekki síst fá leikarar og þátttakendur eitt stórt klapp fyrir frábæra framistöðu í vetur.