Félagsmiðstöðin sýnir frá Meistaradeildinni í opnum húsum

skrifað 11. mar 2009

Í fyrra tókum við upp á því að bjóða upp á beinar útsendingar frá Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í sal skólans. Þetta mæltist vel fyrir og höfum við gert það sama í vetur. Foreldrum er velkomið að koma með börnum sínum og sjá leikina, það er miklu heilbrigðara en að sitja á ölknæpum bæjarins. Þetta skilar líka auknum samverustundum foreldra og barna sem eru gríðarlega mikilvægar. Þó leikirnir fari fram á tímum unglingastigs er nemendum af yngri stigum heimilt að fylgjast með leikjunum í fylgd fullorðinna. Sjá heimasíðu [Skjálftaskjóls][1] Páll Sveinsson forstöðumaður [1]: http://www.skjalftaskjol.net/news/#News10