Menningarfulltrúi Suðurlands með viðtalstíma í Hveragerði

skrifað 02. mar 2009

Föstudaginn 6. mars nk. verður Dorothee Lubecki menningarfulltrúi Suðurlands með viðtalstíma á bæjarskrifstofunni Sunnumörk 2, á milli kl. 10:00 og 11:30 Viðtalstíminn er fyrir þá sem vilja sækja um styrki í sjóð Menningarráðs Suðurlands. Aðilar sem hafa áhuga á að sækja um styrki í sjóðinn eru hvattir til að nýta sér tækifærið.