Herrakvöld Hamars 28. mars n.k.

skrifað 24. feb 2009

Herrakvöld Hamars verður haldið þann 28. mars n.k. í gamla Hótel Hveragerði. Húsið opnar kl. 19:30 en í boði er glæsilegt hlaðborð, fjöldi skemmtiatriða og hið sígilda happdrætti. Einungis 130 miðar eru í boði svo nú gildir hið fornkveðna: Fyrstir koma, fyrstir fá. Forsala hefst miðvikudaginn 25. febrúar og eru miðar seldir í Tíunni við Breiðumörk. Í fyrra var uppselt svo nú er um að gera að bregðast hratt við !