Breiðamörk lokuð við Þórsmörk vegna framkvæmda og heitavatnslaust

skrifað 24. okt 2008

Mánudaginn 27. og þriðjudaginn 28. október verður Breiðamörk lokuð fyrir umferð við Þórsmörk. Gönguleið verður greið og reynt verður að hafa opna akstursbrú yfir ef mögulegt verður. Heitavatnslaust verður á hluta bæjarins á þriðjudeginum vegna tenginga lagna í sömu malbikunarframkvæmdum.