Forgangsröðun á snjómokstri í Hveragerði.

skrifað 07. feb 2008

Byrjað er á stofngötum bæjarins, Breiðumörk, Heiðmörk og Þelamörk ásamt bílastæðum við stofnanir Hveragerðisbæjar.
Næst eru það minni aðalgötur eins og Laufskógar, Reykjamörk og Grænamörk.
Því næst er mokað í stærri botnlöngum, Heiðarbrún, Borgarhraun, Kambahraun og svo aðrar íbúðagötur.
Þegar mokstri á götum bæjarins er lokið tekur við aðstoð við eldriborgara og öryrkja við mokstur á bílastæðum. Þeir sem á því þurfa að halda er bent á að hringja í síma bæjarskrifstofu 483 4000.

Íbúum er bent á að moka þarf frá sorptunnum svo að starfsmenn sorphirðunnar komist að þeim. Að öðrum kosti eru þær ekki losaðar.