Kynningarfundur um Kambaland

skrifað 30. jan 2008

Í kvöld, miðvikudaginn 30. janúar, verður opinn kynningarfundur um Kambaland á Hótel Örk í Hveragerði. Þar munu aðstandendur verkefnisins kynna svæðið og hvað það hefur uppá að bjóða. Margrét Pála Ólafsdóttir mun kynna Hjallastefnuna, en leikskóli á hennar vegum mun að öllum líkindum verða á svæðinu. Fulltrúi frá Öryggismiðstöð Íslands fer yfir öryggismál svæðisins. Magnús Jónatansson, framkvæmdastjóri verkefnisins mun kynna Kambaland og uppbygginguna sem þar er framundan. Fleiri samstarfsaðilar verða að auki á staðnum til að svara spurningum sem upp kunna að koma. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Kambalands kemur fram að vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta og kynna sér þetta spennandi verkefni.