Þrettándabrenna

skrifað 03. jan 2008

Vegna óhagstæðrar veðurspár á gamlárskvöld var tekin sú ákvörðun að fresta áramótabrennunni.
Þess í stað verður kveikt í glæsilegum bálkesti við Þverbrekkur á þrettándanum, sunnudagskvöldið
6. janúar, kl. 18:00 og í kjölfarið verður flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Hveragerði.