Myndlistarsýningin "Fantasía "

skrifað 07. des 2007Tveir elstu árgangar barna á leikskólanum Undralandi heimsóttu listakonuna Sigrúnu Jónsdóttur í vinnustofu hennar Gallerí Rún í október s.l. Þar fengu börnin að mála með olíulitum á striga og vatnslita á vatnslitapappír. Verk barnanna heppnuðust afar vel og því þótti við hæfi að halda sýningu á verkum barnanna. Sýningin heitir ,,FANTASÍA" og opnar hún formlega sunnudaginn 9. des kl. 14-16 í Listasafni Árnesinga hér í Hveragerði.
Myndir barnanna verða til sölu og kostar myndin 2000kr.
Ágóði sölunnar mun renna til Umhyggju sem er félag til styrktar langveikra barna.

Sýningin verður opin öllum til laugardagsins 14.des á opnunartíma safnsins.