Listasmiðjur barna í Listasafni Árnesinga

skrifað 18. okt 2007

Indland - Evrópa - Hveragerði [Listasmiðjur barna 4 - 12 ára í Listasafni Árnesinga][1] Indverski myndlistarmaðurinn Baniprosonno mun dvelja í Listamannaíbúðinni í Hveragerði síðari hluta október. Hann er þekktur myndlistarmaður í sínu heimalandi og sýnir þar reglulega en hefur líka verið boðið að taka þátt í fjölmörgum listsýningum í Evrópu m.a. í Sonja Henie Listamiðstöðinni í Noregi og í Listasafni Norður Jótlands í Álaborg í Danmörku. Baniprosonno er einnig kunnur fyrir listasmiðjur sínar sem hann hefur haldið fyrir börn víðs vegar um heiminn á ferðalögum sínum. Hann mun bjóða upp á fjórar slíkar í Listasafni Árnesinga. Þrjár þeirra eru ætlaðar börnum á aldrinum 8-12 ára og ein fyrir börn á aldrinum 4-7 ára. Heiti listasmiðjanna segja svolítið um viðfangsefni þeirra og þær sem í boði verða hér fyrir eldri börnin eru Fílar á Íslandi; Undradýr og Grjótpakkar, en fyrir yngri börnin er það Ég teikna þú málar. Þátttökugjald fyrir hverja listasmiðju er kr. 700.- og er þá allt efni innifalið. Skráning á námskeiðin er á opnunartíma Listasafns Árnesinga fimmtudaga til sunnudaga kl. 12-18 í síma 483 1727 eða á netfangi safnsins - sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu Laugardaginn 27. október mun Baniprosonno verða með listamannaspjall í Listasafni Árnesinga þar sem hann mun ræða við gesti og kynna sig og list sína og er aðgangur að því ókeypis. [1]: http://hveragerdi.is/content/files/public/_PDF/_Gjaldskr%C3%A1r/listasmidjur-augl.pdf