Pantið græna tunnu !

skrifað 20. júl 2007

Græna tunnan er pöntuð hjá Hveragerðisbæ í síma 483-4000. Tunnan er losuð einu sinni í mánuði og í hana mátt þú setja: -dagblöð, tímarit, bæklinga, pappa, mjólkurfernur, plastumbúðir, niðursuðudósir og minni málmhluti. Plast- og málmhluti þarf að flokka í plastpoka áður en þeir eru settir í tunnuna. Með grænu tunnunni stuðlum við að hreinum bæ og minnkum umfang sorps með flokkun og endurvinnslun.