Breyting á tímasetningu opnunar tilboða í byggingarétt

skrifað 24. maí 2007

Þau leiðu mistök urðu við gerð auglýsingar um útboð á byggingarétti nýrra lóða í Hveragerði að skil á tilboðum og opnun var sett mánudaginn 28. maí sem er annar í Hvítasunnu og því lögboðinn frídagur.

Því hefur eftirfarandi verið ákveðið:

Tilboðum skal skilað í lokuðu umslagi á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, ekki síðar en þriðjudaginn 29. maí nk. kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim tilboðsgjöfum sem þess óska.

Aldís Hafsteinsdóttir.