Hundahreinsun.

skrifað 02. maí 2007

Hundahreinsun fer fram í Áhaldahúsi bæjarins, Bláskógum 10-12 laugardaginn 5. maí n.k. kl 10:00-12:00. Framvísa skal kvittun fyrir greiðslu hundaleyfisgjalds fyrir árið 2007 auk tryggingavottorðs frá tryggingafélagi um skylduábyrgðartryggingu hafi leyfishafi kosið þann hátt á. Hundaleyfisgjald er með skyldutryggingu kr. 12.000,- (Gjald fyrir skyldutryggingu hunds er kr. 1.900.-) Eigendur hunda sem ekki hafa verið bólusettir eru varaðir við að láta þá ganga saman við aðra hunda og bent á að gæta þess sérstaklega þegar þeir mæta til hreinsunar. Hundaeigendur sem vilja láta bólusetja hundana sína verða að greiða fyrir það sérstaklega. Bæjarstjórinn í Hveragerði