Samstarfsyfirlýsing um átak gegn heimilisofbeldi samþykkt

skrifað 19. jún 2015
Samstarfsyfirlýsing um átak gegn heimilisofbeldi samþykkt

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur samþykkt eftirfarandi samstarfsyfirlýsingu milli sveitarfélaga og lögregustjórans á Suðurlandi um átak gegn heimilisofbeldi:

Sveitarfélagin á Suðurlandi samþykkja að beita sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi í samvinnu við lögregluna á Suðurlandi. Um nánari útfærslu er vísað til samstarfs lögreglu og félagsþjónustu sveitarfélagsins en það samstarf hófst í upphafi ársins. Lögreglustjóri skal gera grein fyrir árangri af verkefninu á fundi samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Suðurlandi ár hvert og oftar sé þess óskað. Sveitarfélögin og embætti lögreglustjórans á Suðurlandi munu vinna saman að þessu verkefni í samráði við hagsmunasamtök og aðra sem geta lagt verkefninu lið.