Ninna Sif forseti bæjarstjórnar

skrifað 19. jún 2015
Ninna Sif Svavarsdóttir, nýkjörin forseti bæjarstjórnar. Ninna Sif Svavarsdóttir, nýkjörin forseti bæjarstjórnar.

Kjósa ber árlega í embætti bæjarstjórnar og fór kosningin fram á fundi bæjarstjórnar þann 11. júní sl.

Á fundinum var Ninna Sif Svavarsdóttir kjörin forseti bæjarstjórnar. Varaforseti var kjörin Unnur Þormóðsdóttir.

Eyþór H. Ólafsson hlaut kosningu sem formaður bæjarráðs en aðrir í bæjarráði verða Unnur Þormóðsdóttir og Viktoría Sif Kristinsdóttir.

Mikil eining ríkir í bæjarstjórn sem best sést á því að allir hlutu kosningu með öllum greiddum atkvæðum.