Sumardagurinn Fyrsti 2019

Dagskrá í Hveragerði

skrifað 12. apr 2019
byrjar 26. apr 2019
 
20150627_101222

Sumardagurinn Fyrsti fimmtudaginn 25.4.2019

Sundlaugin Laugaskarði

opin frá kl 10:00 – 17:30 - 50 m útilaug - Heitir pottar - Gufubað - Heilsustígur - Líkamsrækt - Wibit þrautabraut

Fögnum hækkandi sól saman í sundi

Komið, syndið 200 m og njótið.
Morgunverður í boði fyrir sundgarpa. Kl. 10:30 Tónleikar með Karlakór Hveragerðis á sundlaugarbakkanum.

Ljóð í laug
Ljóð til lestrar og yndisauka fyrir laugargesti.

Hveragerðiskirkja

Verið velkomin til fjölskyldumessu á sumardaginn fyrsta kl. 11 í samstarfi við Skátafélagið Strók. Það verður létt yfir og mikið sungið. Eftir messuna bjóða skátarnir uppá rjúkandi súpu í skátaheimilinu.
Njótum saman góðrar og gefandi stundar.

Listasafn Árnesinga, opið frá kl. 12 - 18

Sýningin Mismunandi endurómun er verkefni sem mótað var af sex myndlistarmönnum sem allir búa og starfa í Þýskalandi eftir að hafa lokið þar myndlistarnámi.
Listamennirnir eru Annette Wesseling, Ekkehard Neumann, Friedhelm Falke og Nikola Dimitrov sem eru fædd og uppalin í Þýskalandi, Elly Valk-Verheijen sem er fædd og uppalin í Hollandi og Sigrún Ólafsdóttir sem er fædd á Íslandi og ólst upp á Selfossi.
Leiðir þeirra höfðu skarast á vettvangi myndlistar í Þýkalandi og þau þekktu vel verk og vinnubrögð hvert annars sem lagði traustan grunn að samstarfi.
Sameiginlega mótuðu þau sýningarhugmynd þar sem lykilstefið var að ná fram gagnvirkum endurómi verkanna á milli og láta þau kallast á við ólíka sýningarstaði á víðum vettvangi.

Flugdrekasmiðja Frá 14-16

Flug Inga Jónsdóttir safnstjóri
Listasafn Árnesinga
Austurmörk 21, 810 Hveragerði
Sími: 483 1727 / 895 1369 http://listasafnarnesinga.is