Lýðheilsugöngur í Hveragerði

skrifað 04. sep 2018
byrjar 05. sep 2018
 
Göngugarpar með Huldu sem er lengst til hægri.Göngugarpar með Huldu sem er lengst til hægri.

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Hulda Svandís Hjaltadóttir verður göngustjóri í Hveragerði og hefst fyrsta gangan á miðvikudaginn 5. september.

Upphafsstaður göngunnar er við Íþróttahúsið í Hveragerði kl. 18:00

Göngur í Hveragerði:

  • 5. september Gengið með Varmá og Reykjafjalli
  • 12. september Gengið um skógræktina og Hamarinn
  • 19. september Hamarinn endilangur.
  • 26. september Gengið upp gömlu Kamba.

Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Allar upplýsingar um göngustaði vítt og breitt um landið má nálgast á heimasíðu verkefnisins http://www.fi.is/lydheilsa/

Vonandi reima sem flestir á sig gönguskóna með okkur á miðvikudögum í september, fara út í náttúruna og njóta fallega landsins okkar.

LIFUM OG NJÓTUM!